„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 14:30 Berglind Björg er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. vísir/bára Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk. Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk.
Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti