Uppsagnirnar á Herjólfi „hrikalega þungbærar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 12:35 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jóhann K. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“ Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51