Ávaxtaflugan að gera margan Reykvíkinginn gráhærðan Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2020 10:39 Þessi örsmáa fluga gengur undir ýmsum nöfnum. Ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Hún er sólgin gerjaða ávexti. Getty/Akchamczuk Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“ Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“
Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira