Ögrandi, róttæk og skrefi á undan Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 1. september 2020 08:00 Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun