Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins, tapaði ríflega einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs.
Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem sendur var til Kauphallar í gær en Morgunblaðið fjallar um málið í dag.
Íslandshótel töpuðu einnig á sama tíma í fyrra en þá var tapið mun minna, eða 183 milljónir króna.
Kórónuveiran hefur orsakað að sala á gistingu og veitingum hjá hótelkeðjunni dróst saman um rúma 2,5 milljarða og aðrar tekjur drógust einnig verulega saman, eða sem nemur um 100 milljónum milli ára.
Þá skrapp rekstrarkostnaður einnig mikið saman, vörunotkun minnkaði um 52 prósent og laun og launatengd gjöld drógust saman um tæp 47 prósent.