Meiri áhætta að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 17:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir meiri áhættu að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29