Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 14:20 Her Taívan segir Kínverja ekki geta gert allsherjar árás á eyjunna, enn sem komið er. EPA/Ritchie B. Tongo Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að með aukinni nútímavæðingu og getu, muni ráðamenn í Kína reyna að hernema Taívan. Aðgerðir Kínverja í Hong Kong, hafa ýtt undir þær áhyggjur. Kínverjar hafa aukið viðveru sína og heræfingar við Taívan og það hafa Bandaríkin gert sömuleiðis. Á skýrslu um getu Kínverja sem her sérfræðingar hers Taívan skrifa á ári hverju, segir að forsvarsmenn herafla Kína leggi mikla áherslu á nútímavopn og fjölgun æfinga þar sem raunveruleg skotfæri eru notuð. Samkvæmt umfjöllun Reuters segir einnig að það sem komi í raun í veg fyrir að Kínverjar hafi burði til að hernema Taívan, sé að flutningsgeta þeirra yfir Taívansund sé enn takmörkuð. Kína geti hvorki nægileg hergögn yfir sundið og sömuleiðis búi ríkið ekki yfir nægilega öflugu birgðaneti. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Tsai Ing Wen, forseti Taívan opnaði nýverið sérstaka viðhaldsstöð fyrir F-16 orrustuþotur.AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing Wen, forseti Taívan, hefur lagt mikla áherslu á að auka hernaðargetu ríkisins. Meðal annars með því að byggja upp góðan varnarmálaiðnað í Taívan og kaupa fleiri vopn frá Bandaríkjunum. Ríkisstjórn hennar lagði nýverið til að hækka fjárútlát til varnarmála í um það bil 15,4 milljarða dala. Til samræmis tilkynntu kínverskir ráðamenn í vor að fjárútlát vegna varnarmála á árinu væru 178,2 milljarðar. Það var aukning um tæpa ellefu milljarða á milli ára. Tsai segist vilja frið en í síðustu viku lýsti hún yfir áhyggjum af þeirri miklu spennu sem er á svæðinu. Bæði Bandaríkin og Kína hafa fjölgað heræfingum á svæðinu og útlit er fyrir að Kínverjar hafi sérstaklega verið að æfa stríðsrekstur á nokkrum víglínum á sama tíma. Ríkismiðlar Kína sögðu þessum æfingum ætlað að senda skilaboð til Taívan og Bandaríkjanna. Meðal annars fólu þessar æfingar í sér að skjóta meðaldrægum eldflaugum, sem meðal annars eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og bera kjarnorkuvopn, í Suður-Kínahaf. Í samtali við New York Times sagði Wang Ting Yu, þingmaður og meðlimur í varnarmálanefnd þingsins í Taívan, að herafli ríkisins þyrfti að ganga í gegnum umfangsmikla nútímavæðingu. Til að mynda notast herinn að mestu við gamlar orrustuþotur frá Frakklandi og Bandaríkjunum. Í fyrra var tilkynnt um samkomulag á milli Taívan og Bandaríkjanna um að Taívan myndi kaupa 66 nýjar F-16 orrustuþotur á næstu tíu árum. Bandaríkin hafa heitið því að styðja við bakið á Taívan en það er alfarið óljóst hvort Bandaríkin myndu heyja stríð við Kína til að tryggja sjálfstæði ríkisins. Hér má sjá myndband sem Varnarmálaráðuneyti Taívan birti nýverið. Því er ætlað að sýna að Taívan geti stöðvað innrás. We do not allow the enemy's will to be imposed on us. Faced with threats, #ROCArmedForces continue to strengthen the forces to protect our freedom and democracy. We do not provoke, but will always ensure our readiness. pic.twitter.com/TXKDWW0Cec— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 23, 2020 Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að með aukinni nútímavæðingu og getu, muni ráðamenn í Kína reyna að hernema Taívan. Aðgerðir Kínverja í Hong Kong, hafa ýtt undir þær áhyggjur. Kínverjar hafa aukið viðveru sína og heræfingar við Taívan og það hafa Bandaríkin gert sömuleiðis. Á skýrslu um getu Kínverja sem her sérfræðingar hers Taívan skrifa á ári hverju, segir að forsvarsmenn herafla Kína leggi mikla áherslu á nútímavopn og fjölgun æfinga þar sem raunveruleg skotfæri eru notuð. Samkvæmt umfjöllun Reuters segir einnig að það sem komi í raun í veg fyrir að Kínverjar hafi burði til að hernema Taívan, sé að flutningsgeta þeirra yfir Taívansund sé enn takmörkuð. Kína geti hvorki nægileg hergögn yfir sundið og sömuleiðis búi ríkið ekki yfir nægilega öflugu birgðaneti. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Tsai Ing Wen, forseti Taívan opnaði nýverið sérstaka viðhaldsstöð fyrir F-16 orrustuþotur.AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing Wen, forseti Taívan, hefur lagt mikla áherslu á að auka hernaðargetu ríkisins. Meðal annars með því að byggja upp góðan varnarmálaiðnað í Taívan og kaupa fleiri vopn frá Bandaríkjunum. Ríkisstjórn hennar lagði nýverið til að hækka fjárútlát til varnarmála í um það bil 15,4 milljarða dala. Til samræmis tilkynntu kínverskir ráðamenn í vor að fjárútlát vegna varnarmála á árinu væru 178,2 milljarðar. Það var aukning um tæpa ellefu milljarða á milli ára. Tsai segist vilja frið en í síðustu viku lýsti hún yfir áhyggjum af þeirri miklu spennu sem er á svæðinu. Bæði Bandaríkin og Kína hafa fjölgað heræfingum á svæðinu og útlit er fyrir að Kínverjar hafi sérstaklega verið að æfa stríðsrekstur á nokkrum víglínum á sama tíma. Ríkismiðlar Kína sögðu þessum æfingum ætlað að senda skilaboð til Taívan og Bandaríkjanna. Meðal annars fólu þessar æfingar í sér að skjóta meðaldrægum eldflaugum, sem meðal annars eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og bera kjarnorkuvopn, í Suður-Kínahaf. Í samtali við New York Times sagði Wang Ting Yu, þingmaður og meðlimur í varnarmálanefnd þingsins í Taívan, að herafli ríkisins þyrfti að ganga í gegnum umfangsmikla nútímavæðingu. Til að mynda notast herinn að mestu við gamlar orrustuþotur frá Frakklandi og Bandaríkjunum. Í fyrra var tilkynnt um samkomulag á milli Taívan og Bandaríkjanna um að Taívan myndi kaupa 66 nýjar F-16 orrustuþotur á næstu tíu árum. Bandaríkin hafa heitið því að styðja við bakið á Taívan en það er alfarið óljóst hvort Bandaríkin myndu heyja stríð við Kína til að tryggja sjálfstæði ríkisins. Hér má sjá myndband sem Varnarmálaráðuneyti Taívan birti nýverið. Því er ætlað að sýna að Taívan geti stöðvað innrás. We do not allow the enemy's will to be imposed on us. Faced with threats, #ROCArmedForces continue to strengthen the forces to protect our freedom and democracy. We do not provoke, but will always ensure our readiness. pic.twitter.com/TXKDWW0Cec— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 23, 2020
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent