Kristjana Milla Snorradóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Borgarleikhússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu.
Milla er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) og B.Sc. í iðjuþjálfunarfræðum. Áður starfaði hún sem mannauðs- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og var þar áður mannauðsstjóri hjá Nordic Visitor.
Haft er eftir Millu í tilkynningu að henni þyki afar spennandi að ganga til liðs við Borgarleikhúsið. Þá er haft eftir Brynhildi Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra að það sé einstakt gleðiefni að fá Millu til liðs við leikhúsið.