Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. ágúst 2020 07:38 Lögreglan í Portland sést hér halda í Chandler Pappas en hann var með Aaron Jay Danielson þegar hann var skotinn til bana í Portland um helgina. Myndin er tekin skömmu eftir skotárásina. Getty/Nathan Howard Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvor öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. Trump kennir Demókrötum sem stjórna Portland, þar á meðal borgarstjóranum Ted Wheeler, um ástandið. Segir Trump að borgarstjórinn hafi kallað dauða og eyðileggingu yfir borgina vegna þess að hann hafi ekki brugðist af nógu mikilli hörku við mótmælunum sem staðið hafa yfir í borginni síðustu mánuði. Ted Wheeler, the wacky Radical Left Do Nothing Democrat Mayor of Portland, who has watched great death and destruction of his City during his tenure, thinks this lawless situation should go on forever. Wrong! Portland will never recover with a fool for a Mayor....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2020 Biden segir á móti að Trump sé með orðum sínum og aðgerðum að hleypa öllu í bál og brand og beinlínis hvetja til ofbeldis á meðal deiluaðila. Borgarstjóri Portland sakar forsetann um slíkt hið sama. „Það sem Bandaríkin þurfa er að þú hættir,“ sagði Wheeler meðal annars um Trump í gær. watch on YouTube Mótmælin gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hafa verið einna háværust í Portland í allt sumar en síðustu daga hafa stuðningsmenn Trump hópað sig saman og mætt í miðborg Portland þar sem slegið hefur í brýnu milli hópanna. Um helgina var yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, Aaron Jay Danielson, skotinn til bana en lögreglan í Portland segir ekki ljóst hvort að skotárásin tengist beint átökum á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. watch on YouTube Bandaríkin Donald Trump Black Lives Matter Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvor öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. Trump kennir Demókrötum sem stjórna Portland, þar á meðal borgarstjóranum Ted Wheeler, um ástandið. Segir Trump að borgarstjórinn hafi kallað dauða og eyðileggingu yfir borgina vegna þess að hann hafi ekki brugðist af nógu mikilli hörku við mótmælunum sem staðið hafa yfir í borginni síðustu mánuði. Ted Wheeler, the wacky Radical Left Do Nothing Democrat Mayor of Portland, who has watched great death and destruction of his City during his tenure, thinks this lawless situation should go on forever. Wrong! Portland will never recover with a fool for a Mayor....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2020 Biden segir á móti að Trump sé með orðum sínum og aðgerðum að hleypa öllu í bál og brand og beinlínis hvetja til ofbeldis á meðal deiluaðila. Borgarstjóri Portland sakar forsetann um slíkt hið sama. „Það sem Bandaríkin þurfa er að þú hættir,“ sagði Wheeler meðal annars um Trump í gær. watch on YouTube Mótmælin gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hafa verið einna háværust í Portland í allt sumar en síðustu daga hafa stuðningsmenn Trump hópað sig saman og mætt í miðborg Portland þar sem slegið hefur í brýnu milli hópanna. Um helgina var yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, Aaron Jay Danielson, skotinn til bana en lögreglan í Portland segir ekki ljóst hvort að skotárásin tengist beint átökum á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. watch on YouTube
Bandaríkin Donald Trump Black Lives Matter Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00
Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40