Sjá fyrir sér mikil tækifæri í að auka erlenda kvikmyndaframleiðslu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 14:13 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/Vilhelm Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“