Sjá fyrir sér mikil tækifæri í að auka erlenda kvikmyndaframleiðslu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 14:13 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/Vilhelm Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira