Gestir á kaffistofunni þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 21:00 Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira