Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 16:00 Bjarkarhlíð er mistöð fyrir þolendur ofbeldis. Aldrei hafa fleiri leitað til samtakanna eins og í júní. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.
Heimilisofbeldi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira