Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið í sinn annan úrslitaleik í Meistaradeildinni á ferlinum.
Annað kvöld mætast Lyon og Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Spáni, nánar tiltekið á Venue Reale Arena leikvanginum.
Sara Björk og Lyon nýttu daginn í gær vel og böðuðu sig meðal annars í sjónum við bæinn San Sebastian þar sem úrslitaleikurinn fer fram.

Sara Björk byrjaði inn á í leiknum gegn PSG í undanúrslitunum og vænta má þess að hún verði aftur í byrjunarliðinu annað kvöld.
Hafnfirðingurinn gekk í raðir Lyon frá Wolfsburg í sumar og ætti því að þekkja vel hvernig þýska liðið spilar.
Stöð 2 Sport sýnir beint frá úrslitaleiknum annað kvöld. Upphitun hefst klukkan 17.30 en leikurinn sjálfur 18.00.