„Ég var algjör apaköttur“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. ágúst 2020 20:33 Tónlistarmaðurinn Blaffi gefur út sína fyrstu plötu á morgun og fagnar því með útgáfutónleikum á Spot sem verða í beinni útsendingu á Vísi. Aðsend mynd „Ég sem alla textana sjálfur sem ég flyt en þetta er allt bara sannleikur, ég er bara að segja hvernig mér líður og ég kafa djúpt“ ,segir Hafþór Orri Harðarsson eða Blaffi, sem gefur út sína fyrstu plötu, Partý lestin, á morgun. Blaffi er 23 ára Njarðvíkingur sem er búinn að vera að „leika sér“ í tónlistarsenunni síðan hann var 13 ára gamall. „Ég var fyrstu árin svona prakkara-rappari en svo fór ég að taka þessu alvarlega, núna vil ég fara að fá borgað fyrir þetta“, segir Blaffi og hlær. „Ég byrjaði að vinna með alvöru liði í þessari senu og núna er allt orðið miklu meira pró. Ég hef líka verið svo heppinn að fá mjög góð ráð frá reyndu fólki í bransanum sem hefur hjálpað mér mikið.“ Að plötunni koma fjórir pródúserar, fjórir rapparar og tveir söngvarar auk Blaffa og segist hann mjög ánægður með útkomuna. „Upphaflega ætlaði ég bara að gefa út smáskífu með fjórum til fimm lögum en svo þróðist þetta út í tólf laga plötu með þessu frábæra fólki. Ég er mjög spenntur fyrir þessu öllu, ég er eiginlega með hálfgert víðáttubrjálæði því að mér finnst allt vera að springa út núna, ég er að springa út.“ Aðspurður út í nafnið Blaffi segir hann það nafn hafa fests við sig á ákveðnu tímabili í sínu lífi. Ég var í svo miklu rugli. Ég var eiginlega algjör apaköttur og þegar ég fór á djammið þá endaði ég oftast í black-outi. Þá festist þetta nafn við mig, Haffi í Blackouti – Blaffi! Blaffi sneri við blaðinu fyrir fimm árum síðan og fór í meðferð. Hann segir tónlistarferil sinn hafa byrjað fyrir alvöru eftir að hann hætti að drekka. Aðsend mynd Fyrir fimm árum síðan fór Haffi í meðferð og segist hann þá algjörlega hafa snúið við blaðinu og byrjað að einbeita sér meira að tónlistinni. Plata Blaffa ber nafnið Partý lestin og segir hann nafnið vera einkennandi fyrir lífsstílinn sinn áður en hann varð edrú. „Eftir að ég varð edrú þá fór ég taka lífinu meira alvarlega og byrjaði meira að einbeita mér að tónlistarferlinum mínum. Svo á morgun er ég að halda útgáfutónleika fyrir fyrstu plötuna mína svo núna ræsi ég alvöru Partý lestina.“ Samdi lag um æskuvin sinn sem er fallinn frá „Lagið Hey vinur, er mér mjög kært en ég samdi það um æskuvin minn sem er fallinn frá. Þegar ég var að taka lagið upp þá brotnaði ég niður því mér fannst mjög erfitt að flytja það. Eins er lagið Geimfari mér mjög kært. En þessi tvö lög eiga það sameiginlegt að standa mér mjög nærri.“ Útgáfutónleikar plötunnar verða haldnir á Spot í Kópavogi annað kvöld frá átta til ellefu og mun Vísir vera með beina útsendingu frá tónleikunum. „Það er samt pláss fyrir 100 gesti en það verða allir gestir að vera með grímur og vera vel sótthreinsaðir, við verðum að passa upp á okkur,“ segir Blaffi en auk hans koma fram RuddagadduR, Haukur H og Alexander Jarl. https://open.spotify.com/album/40lhNZivuvXK0EzrkJdcdv Tónlist Tengdar fréttir „Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00 Bein útsending: Brek í Norræna húsinu Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Norræna húsinu. Streymið hefst klukkan 18. 28. ágúst 2020 17:00 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
„Ég sem alla textana sjálfur sem ég flyt en þetta er allt bara sannleikur, ég er bara að segja hvernig mér líður og ég kafa djúpt“ ,segir Hafþór Orri Harðarsson eða Blaffi, sem gefur út sína fyrstu plötu, Partý lestin, á morgun. Blaffi er 23 ára Njarðvíkingur sem er búinn að vera að „leika sér“ í tónlistarsenunni síðan hann var 13 ára gamall. „Ég var fyrstu árin svona prakkara-rappari en svo fór ég að taka þessu alvarlega, núna vil ég fara að fá borgað fyrir þetta“, segir Blaffi og hlær. „Ég byrjaði að vinna með alvöru liði í þessari senu og núna er allt orðið miklu meira pró. Ég hef líka verið svo heppinn að fá mjög góð ráð frá reyndu fólki í bransanum sem hefur hjálpað mér mikið.“ Að plötunni koma fjórir pródúserar, fjórir rapparar og tveir söngvarar auk Blaffa og segist hann mjög ánægður með útkomuna. „Upphaflega ætlaði ég bara að gefa út smáskífu með fjórum til fimm lögum en svo þróðist þetta út í tólf laga plötu með þessu frábæra fólki. Ég er mjög spenntur fyrir þessu öllu, ég er eiginlega með hálfgert víðáttubrjálæði því að mér finnst allt vera að springa út núna, ég er að springa út.“ Aðspurður út í nafnið Blaffi segir hann það nafn hafa fests við sig á ákveðnu tímabili í sínu lífi. Ég var í svo miklu rugli. Ég var eiginlega algjör apaköttur og þegar ég fór á djammið þá endaði ég oftast í black-outi. Þá festist þetta nafn við mig, Haffi í Blackouti – Blaffi! Blaffi sneri við blaðinu fyrir fimm árum síðan og fór í meðferð. Hann segir tónlistarferil sinn hafa byrjað fyrir alvöru eftir að hann hætti að drekka. Aðsend mynd Fyrir fimm árum síðan fór Haffi í meðferð og segist hann þá algjörlega hafa snúið við blaðinu og byrjað að einbeita sér meira að tónlistinni. Plata Blaffa ber nafnið Partý lestin og segir hann nafnið vera einkennandi fyrir lífsstílinn sinn áður en hann varð edrú. „Eftir að ég varð edrú þá fór ég taka lífinu meira alvarlega og byrjaði meira að einbeita mér að tónlistarferlinum mínum. Svo á morgun er ég að halda útgáfutónleika fyrir fyrstu plötuna mína svo núna ræsi ég alvöru Partý lestina.“ Samdi lag um æskuvin sinn sem er fallinn frá „Lagið Hey vinur, er mér mjög kært en ég samdi það um æskuvin minn sem er fallinn frá. Þegar ég var að taka lagið upp þá brotnaði ég niður því mér fannst mjög erfitt að flytja það. Eins er lagið Geimfari mér mjög kært. En þessi tvö lög eiga það sameiginlegt að standa mér mjög nærri.“ Útgáfutónleikar plötunnar verða haldnir á Spot í Kópavogi annað kvöld frá átta til ellefu og mun Vísir vera með beina útsendingu frá tónleikunum. „Það er samt pláss fyrir 100 gesti en það verða allir gestir að vera með grímur og vera vel sótthreinsaðir, við verðum að passa upp á okkur,“ segir Blaffi en auk hans koma fram RuddagadduR, Haukur H og Alexander Jarl. https://open.spotify.com/album/40lhNZivuvXK0EzrkJdcdv
Tónlist Tengdar fréttir „Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00 Bein útsending: Brek í Norræna húsinu Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Norræna húsinu. Streymið hefst klukkan 18. 28. ágúst 2020 17:00 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
„Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00
Bein útsending: Brek í Norræna húsinu Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Norræna húsinu. Streymið hefst klukkan 18. 28. ágúst 2020 17:00