Hræddur um að sjá nöfn geðfatlaðra vina sinna í dánarfregnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. ágúst 2020 20:04 Garðar Sölvi Helgason segir einangrun á tímum kórónuveirunnar hafa reynst geðfötluðum erfið Vísir/Sigurjón Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira