Velferðarkerfið er öryggisnet sem á að grípa fólk Drífa Snædal skrifar 28. ágúst 2020 14:43 Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun