Hvernig getum við losnað við milljarðamæringana? Gunnar Smári Egilsson skrifar 28. ágúst 2020 12:58 Milljarðamæringar eru sjúkdómseinkenni á veiku samfélagi. Markmið lækningar og endurhæfingar samfélagsins hlýtur vera að eyða milljarðamæringum. Stjórnmálafólk sem ber virðingu fyrir auðsöfnun fárra eru eins og læknar sem dást af graftarkýlum dauðvona sjúklings. Sá í miðjunni Tökum dæmi frá Bandaríkjunum. Þar er miðgildi eigna heimila um 97.300 dollarar eða 13.471.185 m.kr. Ef við reiknum með að hægt sé að safna upp þeirri eign á einni starfsævi, frá 17 til 67 ára (skólagengið fólk vinnur skemmri starfsævi en er með hærri laun í staðinn) þá safnar sá sem það gerir 22.452 kr. á mánuði. Segjum 22.500 kr. á mánuði til að hafa töluna svo til sletta, 270 þús. kr. á ári; að það sé geta meðalmannsins í samfélaginu til að mynda auð. Hann fæðist 2003, byrjar að vinna 2020 og safnar þar til hann fer á eftirlaun 2070. Þá á hann 13,5 m.kr. sem afrakstur erfiðis síns, það sem hann át ekki eða notaði á lífsleiðinni og það sem hann eignaðist vegna hækkunar eigna; í lífi venjulegs fólks er það oftast hækkun íbúðarhúsnæðis umfram almenna verðhækkun. Miðgildi og meðaltal Hér er miðað við miðgildi eigna heimila í Bandaríkjunum. Það heimili er ekki til, er aðeins miðgildi raunveruleikans. Helmingur heimila á meira og helmingur minna og sum akkúrat ekki neitt. Miðgildi er því reglustika, frekar en það sem mælt er. Meðaltal er annað. Þá eru allar eignir allra teknar saman og svo deilt með fjölda allra landsmanna. Meðaltal eigna heimila í Bandaríkjunum er miklu hærra, 692.100 dollarar eða 95,8 m.kr. Ástæðan er sú að fyrir ofan miðgildið eru miklu meiri eignir en fyrir neðan. Meðaltal er líka reglustika, ekki mynd af ástandi. Það má fá eilitla hugmynd um ójöfnuð með því að bera þetta tvennt saman. Í samfélagi fullkomins jöfnuðar ættu þessar upphæðir að vera þær sömu. Ástæða þess að miðgildið er aðeins 14% af meðaltalinu er að eignir hinna betur settu eru svo miklu meiri en þeirra sem eiga lítið sem ekkert. Og þar sem eignir hinna allra ríkustu eru svo óstjórnlega miklar, þá skekkja þær meðaltalið svo mjög að það er nánast ónothæft sem mælistika á almenning. Við notum því miðgildið hér. Sá ríkasti Auður ríkasta manns Bandaríkjanna fór yfir 200 milljarða dollara um daginn, hafði aukist um 87 milljarða frá því kórónafaraldurinn hófst, ekki síst vegna þess að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka Bandaríkjanna miða að því að vernda eignarverð. Þær geta fært atvinnulausum fé til framfærslu en verja eignir hinna ríku af miklu meira afli. Dow Jones hlutabréfavísitalan er t.d. nú á sama stað og hún var fyrir kórónafaraldurinn; fólk hefur veikst og dáið, landsframleiðslan fallið, tug milljónir misst atvinnu, gríðarlegur fjöldi smárra og meðalstórra fyrirtækja farið í þrot en verð hlutabréfa hafa jafnað sig. Um það snúast aðgerðirnar, um það snýst kerfi kapítalismans; að verja eigur kapítalista. Það er af þessum sökum sem Warren Buffet ráðleggur fólki aldrei að veðja gegn kerfinu. Veðjaðu á Bandaríska efnahagskerfið, segir hann. Hann er að tala við fólk sem er að kaupa hlutabréf, til lengri tíma er það nánast áhættulaus fjárfesting sem skila mun þeim sem spilar með góðri ávöxtun, því kerfið sjálft snýst um að viðhalda og auka verðmæti hlutafjár og annarra eigna hinna ríkustu. Sá sem kaupir hlutafé kaupir miða í kerfinu. Hvað um það. Þessi ríkasti maður Bandaríkjanna og heimsins alls, er Jeff Bezoz, stofnandi og aðaleigandi Amazon. Hann stofnaði fyrirtækið í júlí 1994 eftir að hafa starfað sem stjórnandi í tæknifyrirtækjum um skamma hríð frá því hann lauk verkfræðinámi. Bezos átti ekki miklar eignir á þessum tíma en gat samt safnað saman 300.000 dollurum, mest að láni frá foreldrum sínum, eða um 41,5 m.kr., til að stofna Amazon. Það er um þrefaldur ævisparnaður miðgildisheimilisins, lítið í augum hinna ríku en óyfirstíganlegur hjalli fyrir meginþorra fólks. Síðan eru liðin 26 ár og einn mánuður og auður Bezoz er orðinn 200.000.000.000 dollarar eða 27.690.000 m.kr. Hvað eru 27.690 milljarðar mikið? Þetta eru svo klikkaðar upphæðir að þær þarfnast samanburðar. Síðast þegar hrein eign allra Íslendinga var talin saman reyndist hún um 4.570.000 m.kr. Eign Bezoz er því eins og sex íslenskar þjóðir, allt sem landsmenn hér hafa aurað saman frá upphafi byggðar og fram á okkar dag, sinnum sex. Ef við segjum að ein milljón sé tala sem flestir geta skilið gætum við ímyndað okkur að ein milljón sé einn dagur. Einn milljarður væri þá tvö ár, átta mánuðir, 26 dagar og sjö klukkutímar. Milljarður er svo mikið meira en milljón þótt orðin séu lík. Það er eiginlega ekki hægt að líkja þessu saman. Flensa í einn dag er eitt en veikindi sem standa í næstum þrjú ár er allt önnur Ella. 27.690 milljarðar, sem er eign Bezoz í dag, væri þá 75.863 ár, 4 dagar og 22 stundir. Ef við ætluðum að eyða milljón á dag og byrjuðum núna á værum við búin að eyða auð Jeff Bezoz undir miðnætti 1. september árið 77.883. Það er ekki mikil hjálp í þessu. Ástæðan er að auður Bezoz er ekki á mannlegum skala. Við getum ekki skilið hann sem upphæð og heldur ekki þótt upphæðinni sé breytt í tíma. Það er álíka langt frá deginum í dag fram að haustinu árið 77.883 og það er frá deginum í dag að árinu 73.842 fyrir Krist. Því miður skiljið þið það ekki heldur, á þeim tíma var mannskepnan ein af dýrum merkurinnar, nýkominn upp á lag með að móta verkfæri úr steinum. Samanburður við venjulegt fólk Auður Bezoz hefur vaxið um 88.466 m.kr. á mánuði að meðaltali frá því hann stofnaði Amazon. Miðgildisheimilið, sem við tókum dæmi af hér að ofan, safnar um 22.500 kr. á mánuði innan sama kerfis. Bezoz hefur því safnað auð á borð við 3.931.822 heimili þessi 26 ár. Það eru um 3% heimila í Bandaríkjunum, þar sem um 330 milljónir búa. Auðsöfnun Bezoz er því ekki tvöföld eða þreföld á við næsta mann heldur 10 milljónföld. Við lendum alltaf í sama vandanum. Auður hinna ríku er óskiljanlegur á mælikvarða venjulegs fólks. Til hvers að láta einn auðgast meira en 10 milljón nágrannar hans gera samanlagt? Hverjum datt það kerfi í hug? Kapítalisminn er bannvænn sjúkdómur Auðvitað jókst auður Jeff Bezoz ekki jafnt og þétt heldur eins og farsótt. Það tók hann 12 ár að eignast 10 milljarða dollar, fimm ár að tvöfalda þann auð í 20 milljarða dollara og síðan þrjú ár að tvöfalda þann auð í 40 milljarða dollara. Hann var 23 ár að ná upp í 50 milljarða dollara en aðeins tvö ár að ná næstu 50 milljörðum og svo aðeins tæp tvö ár að ná í næstu 100 milljarða dollara. Svona breiðist sjúkdómurinn út, eins og drepsótt. Kapítalisminn er kerfi sem linnulaust flytur fé frá þeim lítið sem ekkert eiga, til þeirra sem mikið eiga og vilja eignast meira. Á þessu ári, fyrstu tæpu átta mánuðum þess, hefur auður Jeff Bezoz aukist um 87,1 milljarð dollara eða um 12.059.000 m.kr. Það gera 1.507.375 m.kr. á mánuði, 50.245 m.kr. á dag, 2.093 m.kr. á hverri klukkustund og 35 m.kr. á hveri mínútu. Við sögðum áðan að miðgildi heimila í Bandaríkjunum safni um 13,5 m.kr. á starfsævi venjulegs fólks. Það sem af er þessu ári hefur það tekið Jeff Bezoz um 24 sekúndur að ná þeirri upphæð undir sig. Það er verðmætamat kapítalismans; í stuttu máli ert þú einskis virði en Jeff Bezoz meira virði en allt sem þú getur ímyndað þér. Við sögum áðan að miðgildi heimila í Bandaríkjunum búi til eign upp á um 22.500 kr. á mánuði yfir langan tíma. Það sem af er ári hefur auðsöfnun Jeff Bezoz verið um 1.507.375.000.000 kr. á mánuði. Hann er því að sölsa undir sig auð á við 67 milljón heimili þar sem um 177 milljón manns búa, meira en helmingur Bandarísku þjóðarinnar. Samanburðurinn er reyndar enn verri því eignir venjulegs fólks hafa fallið í verði kórónafaraldrinum og kreppunni sem honum fylgir. Venjulegt fólk nýtur ekki verndar ríkisstjórnar og Seðlabanka í sama mæli og hin auðugu. Hvað ber að gera? Hvað á að gera við sjúkdómseinkennið, milljarðamæringana, sem eru eins og graftarkýli á helsjúku samfélaginu eftir langvarandi veikingu þess á tíma nýfrjálshyggju undir valdaráni hinna ríku? Það er í raun ekki um það deilt lengur að þetta gengur ekki lengur, samfélagið mun ekki jafna sig nema við ráðumst að ójöfnuði eigna og valda. Ef við höldum áfram með samlíkinguna um sjúkdóminn; þá má segja að við gætum lagt samfélagið á skurðarborðið, skorið milljarðamæringana burt og hent þeim, svipað og gert er með krabbamein. Við gætum beitt lyfjameðferð, t.d. gegnum skattkerfið og unnið þar með á auð milljarðamæringanna yfir einhvern tíma. Ég veit ekki hver samlíkingin um geislameðferð væri; líklega að brjóta upp einokunarfyrirtæki hinna ríku, setja lög og reglur sem hindra misnotkun þeirra á auði og völdum, setja starfsfólk í stjórnir fyrirtækja o.s.frv. Um þetta ættum við að vera að ræða. Hvernig losnum við við milljarðamæringana? Umræðan um skaðsemi þeirra er lokið með skýrri niðurstöðu: Milljarðamæringar eru eitur sem við verðum að losna við. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Milljarðamæringar eru sjúkdómseinkenni á veiku samfélagi. Markmið lækningar og endurhæfingar samfélagsins hlýtur vera að eyða milljarðamæringum. Stjórnmálafólk sem ber virðingu fyrir auðsöfnun fárra eru eins og læknar sem dást af graftarkýlum dauðvona sjúklings. Sá í miðjunni Tökum dæmi frá Bandaríkjunum. Þar er miðgildi eigna heimila um 97.300 dollarar eða 13.471.185 m.kr. Ef við reiknum með að hægt sé að safna upp þeirri eign á einni starfsævi, frá 17 til 67 ára (skólagengið fólk vinnur skemmri starfsævi en er með hærri laun í staðinn) þá safnar sá sem það gerir 22.452 kr. á mánuði. Segjum 22.500 kr. á mánuði til að hafa töluna svo til sletta, 270 þús. kr. á ári; að það sé geta meðalmannsins í samfélaginu til að mynda auð. Hann fæðist 2003, byrjar að vinna 2020 og safnar þar til hann fer á eftirlaun 2070. Þá á hann 13,5 m.kr. sem afrakstur erfiðis síns, það sem hann át ekki eða notaði á lífsleiðinni og það sem hann eignaðist vegna hækkunar eigna; í lífi venjulegs fólks er það oftast hækkun íbúðarhúsnæðis umfram almenna verðhækkun. Miðgildi og meðaltal Hér er miðað við miðgildi eigna heimila í Bandaríkjunum. Það heimili er ekki til, er aðeins miðgildi raunveruleikans. Helmingur heimila á meira og helmingur minna og sum akkúrat ekki neitt. Miðgildi er því reglustika, frekar en það sem mælt er. Meðaltal er annað. Þá eru allar eignir allra teknar saman og svo deilt með fjölda allra landsmanna. Meðaltal eigna heimila í Bandaríkjunum er miklu hærra, 692.100 dollarar eða 95,8 m.kr. Ástæðan er sú að fyrir ofan miðgildið eru miklu meiri eignir en fyrir neðan. Meðaltal er líka reglustika, ekki mynd af ástandi. Það má fá eilitla hugmynd um ójöfnuð með því að bera þetta tvennt saman. Í samfélagi fullkomins jöfnuðar ættu þessar upphæðir að vera þær sömu. Ástæða þess að miðgildið er aðeins 14% af meðaltalinu er að eignir hinna betur settu eru svo miklu meiri en þeirra sem eiga lítið sem ekkert. Og þar sem eignir hinna allra ríkustu eru svo óstjórnlega miklar, þá skekkja þær meðaltalið svo mjög að það er nánast ónothæft sem mælistika á almenning. Við notum því miðgildið hér. Sá ríkasti Auður ríkasta manns Bandaríkjanna fór yfir 200 milljarða dollara um daginn, hafði aukist um 87 milljarða frá því kórónafaraldurinn hófst, ekki síst vegna þess að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka Bandaríkjanna miða að því að vernda eignarverð. Þær geta fært atvinnulausum fé til framfærslu en verja eignir hinna ríku af miklu meira afli. Dow Jones hlutabréfavísitalan er t.d. nú á sama stað og hún var fyrir kórónafaraldurinn; fólk hefur veikst og dáið, landsframleiðslan fallið, tug milljónir misst atvinnu, gríðarlegur fjöldi smárra og meðalstórra fyrirtækja farið í þrot en verð hlutabréfa hafa jafnað sig. Um það snúast aðgerðirnar, um það snýst kerfi kapítalismans; að verja eigur kapítalista. Það er af þessum sökum sem Warren Buffet ráðleggur fólki aldrei að veðja gegn kerfinu. Veðjaðu á Bandaríska efnahagskerfið, segir hann. Hann er að tala við fólk sem er að kaupa hlutabréf, til lengri tíma er það nánast áhættulaus fjárfesting sem skila mun þeim sem spilar með góðri ávöxtun, því kerfið sjálft snýst um að viðhalda og auka verðmæti hlutafjár og annarra eigna hinna ríkustu. Sá sem kaupir hlutafé kaupir miða í kerfinu. Hvað um það. Þessi ríkasti maður Bandaríkjanna og heimsins alls, er Jeff Bezoz, stofnandi og aðaleigandi Amazon. Hann stofnaði fyrirtækið í júlí 1994 eftir að hafa starfað sem stjórnandi í tæknifyrirtækjum um skamma hríð frá því hann lauk verkfræðinámi. Bezos átti ekki miklar eignir á þessum tíma en gat samt safnað saman 300.000 dollurum, mest að láni frá foreldrum sínum, eða um 41,5 m.kr., til að stofna Amazon. Það er um þrefaldur ævisparnaður miðgildisheimilisins, lítið í augum hinna ríku en óyfirstíganlegur hjalli fyrir meginþorra fólks. Síðan eru liðin 26 ár og einn mánuður og auður Bezoz er orðinn 200.000.000.000 dollarar eða 27.690.000 m.kr. Hvað eru 27.690 milljarðar mikið? Þetta eru svo klikkaðar upphæðir að þær þarfnast samanburðar. Síðast þegar hrein eign allra Íslendinga var talin saman reyndist hún um 4.570.000 m.kr. Eign Bezoz er því eins og sex íslenskar þjóðir, allt sem landsmenn hér hafa aurað saman frá upphafi byggðar og fram á okkar dag, sinnum sex. Ef við segjum að ein milljón sé tala sem flestir geta skilið gætum við ímyndað okkur að ein milljón sé einn dagur. Einn milljarður væri þá tvö ár, átta mánuðir, 26 dagar og sjö klukkutímar. Milljarður er svo mikið meira en milljón þótt orðin séu lík. Það er eiginlega ekki hægt að líkja þessu saman. Flensa í einn dag er eitt en veikindi sem standa í næstum þrjú ár er allt önnur Ella. 27.690 milljarðar, sem er eign Bezoz í dag, væri þá 75.863 ár, 4 dagar og 22 stundir. Ef við ætluðum að eyða milljón á dag og byrjuðum núna á værum við búin að eyða auð Jeff Bezoz undir miðnætti 1. september árið 77.883. Það er ekki mikil hjálp í þessu. Ástæðan er að auður Bezoz er ekki á mannlegum skala. Við getum ekki skilið hann sem upphæð og heldur ekki þótt upphæðinni sé breytt í tíma. Það er álíka langt frá deginum í dag fram að haustinu árið 77.883 og það er frá deginum í dag að árinu 73.842 fyrir Krist. Því miður skiljið þið það ekki heldur, á þeim tíma var mannskepnan ein af dýrum merkurinnar, nýkominn upp á lag með að móta verkfæri úr steinum. Samanburður við venjulegt fólk Auður Bezoz hefur vaxið um 88.466 m.kr. á mánuði að meðaltali frá því hann stofnaði Amazon. Miðgildisheimilið, sem við tókum dæmi af hér að ofan, safnar um 22.500 kr. á mánuði innan sama kerfis. Bezoz hefur því safnað auð á borð við 3.931.822 heimili þessi 26 ár. Það eru um 3% heimila í Bandaríkjunum, þar sem um 330 milljónir búa. Auðsöfnun Bezoz er því ekki tvöföld eða þreföld á við næsta mann heldur 10 milljónföld. Við lendum alltaf í sama vandanum. Auður hinna ríku er óskiljanlegur á mælikvarða venjulegs fólks. Til hvers að láta einn auðgast meira en 10 milljón nágrannar hans gera samanlagt? Hverjum datt það kerfi í hug? Kapítalisminn er bannvænn sjúkdómur Auðvitað jókst auður Jeff Bezoz ekki jafnt og þétt heldur eins og farsótt. Það tók hann 12 ár að eignast 10 milljarða dollar, fimm ár að tvöfalda þann auð í 20 milljarða dollara og síðan þrjú ár að tvöfalda þann auð í 40 milljarða dollara. Hann var 23 ár að ná upp í 50 milljarða dollara en aðeins tvö ár að ná næstu 50 milljörðum og svo aðeins tæp tvö ár að ná í næstu 100 milljarða dollara. Svona breiðist sjúkdómurinn út, eins og drepsótt. Kapítalisminn er kerfi sem linnulaust flytur fé frá þeim lítið sem ekkert eiga, til þeirra sem mikið eiga og vilja eignast meira. Á þessu ári, fyrstu tæpu átta mánuðum þess, hefur auður Jeff Bezoz aukist um 87,1 milljarð dollara eða um 12.059.000 m.kr. Það gera 1.507.375 m.kr. á mánuði, 50.245 m.kr. á dag, 2.093 m.kr. á hverri klukkustund og 35 m.kr. á hveri mínútu. Við sögðum áðan að miðgildi heimila í Bandaríkjunum safni um 13,5 m.kr. á starfsævi venjulegs fólks. Það sem af er þessu ári hefur það tekið Jeff Bezoz um 24 sekúndur að ná þeirri upphæð undir sig. Það er verðmætamat kapítalismans; í stuttu máli ert þú einskis virði en Jeff Bezoz meira virði en allt sem þú getur ímyndað þér. Við sögum áðan að miðgildi heimila í Bandaríkjunum búi til eign upp á um 22.500 kr. á mánuði yfir langan tíma. Það sem af er ári hefur auðsöfnun Jeff Bezoz verið um 1.507.375.000.000 kr. á mánuði. Hann er því að sölsa undir sig auð á við 67 milljón heimili þar sem um 177 milljón manns búa, meira en helmingur Bandarísku þjóðarinnar. Samanburðurinn er reyndar enn verri því eignir venjulegs fólks hafa fallið í verði kórónafaraldrinum og kreppunni sem honum fylgir. Venjulegt fólk nýtur ekki verndar ríkisstjórnar og Seðlabanka í sama mæli og hin auðugu. Hvað ber að gera? Hvað á að gera við sjúkdómseinkennið, milljarðamæringana, sem eru eins og graftarkýli á helsjúku samfélaginu eftir langvarandi veikingu þess á tíma nýfrjálshyggju undir valdaráni hinna ríku? Það er í raun ekki um það deilt lengur að þetta gengur ekki lengur, samfélagið mun ekki jafna sig nema við ráðumst að ójöfnuði eigna og valda. Ef við höldum áfram með samlíkinguna um sjúkdóminn; þá má segja að við gætum lagt samfélagið á skurðarborðið, skorið milljarðamæringana burt og hent þeim, svipað og gert er með krabbamein. Við gætum beitt lyfjameðferð, t.d. gegnum skattkerfið og unnið þar með á auð milljarðamæringanna yfir einhvern tíma. Ég veit ekki hver samlíkingin um geislameðferð væri; líklega að brjóta upp einokunarfyrirtæki hinna ríku, setja lög og reglur sem hindra misnotkun þeirra á auði og völdum, setja starfsfólk í stjórnir fyrirtækja o.s.frv. Um þetta ættum við að vera að ræða. Hvernig losnum við við milljarðamæringana? Umræðan um skaðsemi þeirra er lokið með skýrri niðurstöðu: Milljarðamæringar eru eitur sem við verðum að losna við. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun