Rússar hefna sín á Norðmönnum Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 10:28 Sendiráð Noregs í Rússlandi. EPA/Maxim Shipenkov Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. Utanríkisráðuneyti Noregs hefur mótmælt ákvörðuninni, samkvæmt NRK, og í yfirlýsingu segir að erindrekinn sem verið sé að reka frá Rússlandi hafi ekki brotið neinar reglur. Það hafi sá rússneski, sem vísað var frá Noregi, gert. Sá heitir Aleksandr Stekolshikov. Stekolshikov var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn fyrir njósnir. Njósnarinn hafði hitt erindrekann til að láta hann fá leynilegar upplýsingar. Þeir eru sagðir hafa átt marga slíka fundi á undanförnum árum. Yfirvöld í Rússlandi hafa mótmælt því að lögregluþjónar leituðu í tösku Stekolshikov og segja það vera brot á alþjóðalögum, þar sem hann hafi notið verndar sem erindreki. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands er brottvísinu erindrekans rússneska í síðustu viku lýst sem „óvinsamlegu skrefi“. Þar segir enn fremur að „skaðleg stefna“ yfirvalda í Noregi hafi komið niður á samskiptum ríkjanna og Norðmönnum sé einum um að kenna. Þetta kemur fram í frétt rússneska ríkismiðilsins TASS. Það er venja í milliríkjasamskiptum að vísa erindrekum úr landi fyrir erindreka sem vísað er úr landi. Norðmenn eru hins vegar ósáttir við að Rússar eru að vísa mun hátt settari erindreka frá Noregi en Norðmenn vísuðu frá Rússlandi. Verið er að vísa Jan Flæte úr landi en það er hæst setti erindreki Noregs í Rússlandi. Noregur Rússland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. Utanríkisráðuneyti Noregs hefur mótmælt ákvörðuninni, samkvæmt NRK, og í yfirlýsingu segir að erindrekinn sem verið sé að reka frá Rússlandi hafi ekki brotið neinar reglur. Það hafi sá rússneski, sem vísað var frá Noregi, gert. Sá heitir Aleksandr Stekolshikov. Stekolshikov var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn fyrir njósnir. Njósnarinn hafði hitt erindrekann til að láta hann fá leynilegar upplýsingar. Þeir eru sagðir hafa átt marga slíka fundi á undanförnum árum. Yfirvöld í Rússlandi hafa mótmælt því að lögregluþjónar leituðu í tösku Stekolshikov og segja það vera brot á alþjóðalögum, þar sem hann hafi notið verndar sem erindreki. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands er brottvísinu erindrekans rússneska í síðustu viku lýst sem „óvinsamlegu skrefi“. Þar segir enn fremur að „skaðleg stefna“ yfirvalda í Noregi hafi komið niður á samskiptum ríkjanna og Norðmönnum sé einum um að kenna. Þetta kemur fram í frétt rússneska ríkismiðilsins TASS. Það er venja í milliríkjasamskiptum að vísa erindrekum úr landi fyrir erindreka sem vísað er úr landi. Norðmenn eru hins vegar ósáttir við að Rússar eru að vísa mun hátt settari erindreka frá Noregi en Norðmenn vísuðu frá Rússlandi. Verið er að vísa Jan Flæte úr landi en það er hæst setti erindreki Noregs í Rússlandi.
Noregur Rússland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira