Eiga rétt á afslætti vegna ferða sem enduðu fyrr vegna faraldursins Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 20:18 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira