Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 16:00 Það hefur verið tómlegt í stúkunum á knattspyrnuvöllum landsins undanfarið. Aðeins 20 áhorfendur eru leyfðir á hverjum leik - 10 frá hvoru liði. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24
Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00
Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26