Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 16:00 Það hefur verið tómlegt í stúkunum á knattspyrnuvöllum landsins undanfarið. Aðeins 20 áhorfendur eru leyfðir á hverjum leik - 10 frá hvoru liði. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24
Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00
Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26