Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 13:57 Alexei Navalny er í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. AP/Pavel Golovkin Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09