Hömlulaust á Hlíf eftir neikvæð sýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 13:12 Hjúkunarheimilið Hlíf á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira