Smekkfullur sjór af fiski: Er á sinni fimmtugustu humarvertíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 19:30 Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gylfi Jónsson á Stokkseyri kallar ekki allt ömmu sína þegar um sjómennsku að ræða því hann er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð rétt að vera sjötugur. Gylfi segir sjóinn smekkfullan af fiski. Níu karlar eru í áhöfn Fróða frá Þorlákshöfn og er Gylfi þar elstur en gefur þeim yngri ekkert eftir enda kalla strákarnir hann langafann í fiskiskipaflota landsins. Sjómennska hefur alltaf verið líf og yndi Gylfa og hann getur ekki hugsað sér að hætta að vera á sjó þegar heilsan er jafn góð og raun ber vitni. Nú var hann að hefja sína fimmtugustu humarvertíð. Sonur hans er skipstjóri á Fróða. „Þetta er jaxl og gott að hafa karlinn um borð enda er hann hokinn af reynslu“, segir Gísli Fannar Gylfason skipstjóri á Fróða og sonur Gylfa. „Ég kann ekkert annað, ég hef alltaf verið á sjó, ég get ekkert annað, þetta er mitt líf og yndi. Það er ekkert mál að vera á sjó miðað við hvernig þetta var í gamla daga, þá þurfti að slíta allan humar og voru þá næturvökur miklar, nú er allt svo miklu auðveldara,“ segir Gylfi. Gylfi segir að sjórinn sé smekkfullur af fiski en það sé allt of lítið af humri. „Það er það sem vantar er humarinn en mér finnst samt eins og síðustu tvö ár sé meira af honum, það er meira af smáhumri en sjórinn er annars smekkfullur af öðrum fiski, það er ekki vandamálið.“ Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri og er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð á bátnum Fróða frá Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Gylfi að gera núna, fimmtíu ár á sjó og hann að verða 70 ára, er hann hættur eða ætlar hann að halda áfram á sjónum? „Nei, nei, hættur, nei, ég fer ekki að hætta, þetta er eina sem ég get gert, jú auðvitað fer ég eitthvað að slaka á en ég er ekki tilbúin að hætta á meðan það er eitthvað gagn af mér,“ segir Gylfi og skellihlær.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira