Víkingar hafa beðið í 48 ár eftir fyrsta Evrópusigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Víkingar enduðu 48 ára bið með því að vinna Mjólkurbikarinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu Evrópudeild UEFA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira