Solla hafnaði þátttöku í þáttunum Chef´s Table en sér eftir því núna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 11:21 Solla flæktist óvart inn í deilu um bólusetningar og vissi ekkert hvað væri í gangi. Skjáskot/Youtube „Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira