Giannis í hóp með Jordan, Olajuwon, Garnett og Robinson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 23:00 Giannis Antetokounmpo er fyrsti leikmaður Milwaukee Bucks í 36 ár sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. getty/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni. NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni.
NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira