Tveir skotnir til bana í Kenosha Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 11:18 Mikil mótmæli hafa nú átt sér stað í Kenshoa, þrjú kvöld í röð. AP/David Goldman Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira