Er hægt að breyta vinnustaðamenningu? Tinni Kári Jóhannesson skrifar 26. ágúst 2020 08:00 Orðið vinnustaðamenning er tiltölulega nýtt í íslensku máli en fyrirbærið sem orðið er notað yfir hefur verið til svo lengi sem fólk hefur unnið saman. Vinnustaðamenning er oft sögð ná yfir „hvernig við vinnum hér“ en það birtist helst í hegðunarmynstrum, viðhorfum og hugsunum starfsfólks á hverjum vinnustað. Menningin getur ekki aðeins verið ólík á milli vinnustaða heldur einnig á milli hópa á sama vinnustað. Það er erfitt að útskýra menningu í stuttu máli þar sem hún er margþætt og flókið fyrirbæri. Hún getur bæði hindrað breytingar og stutt þær og því getur menning haft einna mest áhrif allra þátta á innleiðingu breytinga innan vinnustaða. Sé vinnustaðamenningin í andstöðu við það viðhorf og hegðun sem þarf til að hámarka árangur viðkomandi breytinga, þá getur útkoman verið minniháttar. --- Ef breyta á vinnustaðamenningunni sjálfri þá er viðbúið að það gerist hægt og taka þurfi tillit til margra ólíkra þátta. Til að ná breytingunum fram skiptir lykilmáli að skapa umhverfi og aðstæður fyrir virka þátttöku og áhuga starfsfólks, því lykilþættir menningar eru hegðun og viðhorf starfsfólksins. Þetta er ekki auðvelt en með markvissum aðgerðum og rétta fólkinu í áhrifahlutverkum eru meiri líkur á árangri. Fljótlegasta aðferðin til að breyta menningu á vinnustað væri vafalaust að skipta út öllu starfsfólkinu og breyta um vinnuumhverfi. Ég held að flestir geti þó verið sammála um að það sé ekki vænlegur kostur, bæði af siðferðislegum ástæðum og sökum mikils kostnaðar. Mun betri leið til breyta menningunni er að líta á verkefnið sem langhlaup en ekki spretthlaup og einbeita sér að nokkrum lykilaðgerðum. Það fer eftir aðstæðum á hverjum og einum vinnustað í hverju þær lykilaðgerðir felast en nokkur skref á slíkri vegferð eru þó bæði þekkt og óhjákvæmileg, s.s greining á stöðunni og samsömun/aðlögun stjórnenda við þarfir nýrrar stefnu, menningar og framtíðarsýnar fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem um ræðir. --- Ráðningar lykilfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum hafa hvað mest áhrif á heildarframmistöðu og mótun vinnustaðamenningar. Stjórnendur eru í kjörstöðu til að hafa áhrif á og styrkja starfsfólkið og um leið menninguna. Framsýn fyrirtæki nýta tækifæri hverrar ráðningar til að styrkja eða aðlaga menningu vinnustaðarins til aukins árangurs. Þannig ná þeir fram samsömun stefnu, menningar og framtíðarsýnar til að auka heildarframmistöðu starfsmannahópsins. Til eru margar leiðir að ráðningum lykilfólks með tilliti til ólíkra þarfa, s.s. hvernig á að afla kandídata, meta hæfi og reynslu og taka ákvörðun um hvaða þörfum ráðningunni er ætlað að sinna. Mikilvægt er að velja aðferðir sem þjóna þörfum allrar einingarinnar til að ná bestu mögulegu ráðningunni. Í einhverjum tilfellum er verið að ráða í stað manneskju sem vann á ákveðinn hátt og náði ákveðnum árangri og þannig hægt að segja að verið sé að leita að afriti af fráfarandi starfsmanni. Slíkar afritsráðningar eru stundum við hæfi en þó má segja að um sé að ræða ákveðna sóun þegar horft er á þær öru breytingar sem eru að verða í ytra umhverfinu og kalla á aðlögun og nýja hugsun. Betri aðferð við stjórnendaráðningar er því að nota þær til að þróa fyrirtækið eða stofnunina í átt að nýju landslagi og breyttum starfsháttum. Til framtíðar ættu stjórnendur að endurskoða ráðningu lykilfólks, ekki síst með aukinn fjölbreytileika og tækifæri til breytinga fyrir augum. Höfundur er ráðningarstjóri og senior ráðgjafi hjá Góðum samskiptum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Orðið vinnustaðamenning er tiltölulega nýtt í íslensku máli en fyrirbærið sem orðið er notað yfir hefur verið til svo lengi sem fólk hefur unnið saman. Vinnustaðamenning er oft sögð ná yfir „hvernig við vinnum hér“ en það birtist helst í hegðunarmynstrum, viðhorfum og hugsunum starfsfólks á hverjum vinnustað. Menningin getur ekki aðeins verið ólík á milli vinnustaða heldur einnig á milli hópa á sama vinnustað. Það er erfitt að útskýra menningu í stuttu máli þar sem hún er margþætt og flókið fyrirbæri. Hún getur bæði hindrað breytingar og stutt þær og því getur menning haft einna mest áhrif allra þátta á innleiðingu breytinga innan vinnustaða. Sé vinnustaðamenningin í andstöðu við það viðhorf og hegðun sem þarf til að hámarka árangur viðkomandi breytinga, þá getur útkoman verið minniháttar. --- Ef breyta á vinnustaðamenningunni sjálfri þá er viðbúið að það gerist hægt og taka þurfi tillit til margra ólíkra þátta. Til að ná breytingunum fram skiptir lykilmáli að skapa umhverfi og aðstæður fyrir virka þátttöku og áhuga starfsfólks, því lykilþættir menningar eru hegðun og viðhorf starfsfólksins. Þetta er ekki auðvelt en með markvissum aðgerðum og rétta fólkinu í áhrifahlutverkum eru meiri líkur á árangri. Fljótlegasta aðferðin til að breyta menningu á vinnustað væri vafalaust að skipta út öllu starfsfólkinu og breyta um vinnuumhverfi. Ég held að flestir geti þó verið sammála um að það sé ekki vænlegur kostur, bæði af siðferðislegum ástæðum og sökum mikils kostnaðar. Mun betri leið til breyta menningunni er að líta á verkefnið sem langhlaup en ekki spretthlaup og einbeita sér að nokkrum lykilaðgerðum. Það fer eftir aðstæðum á hverjum og einum vinnustað í hverju þær lykilaðgerðir felast en nokkur skref á slíkri vegferð eru þó bæði þekkt og óhjákvæmileg, s.s greining á stöðunni og samsömun/aðlögun stjórnenda við þarfir nýrrar stefnu, menningar og framtíðarsýnar fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem um ræðir. --- Ráðningar lykilfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum hafa hvað mest áhrif á heildarframmistöðu og mótun vinnustaðamenningar. Stjórnendur eru í kjörstöðu til að hafa áhrif á og styrkja starfsfólkið og um leið menninguna. Framsýn fyrirtæki nýta tækifæri hverrar ráðningar til að styrkja eða aðlaga menningu vinnustaðarins til aukins árangurs. Þannig ná þeir fram samsömun stefnu, menningar og framtíðarsýnar til að auka heildarframmistöðu starfsmannahópsins. Til eru margar leiðir að ráðningum lykilfólks með tilliti til ólíkra þarfa, s.s. hvernig á að afla kandídata, meta hæfi og reynslu og taka ákvörðun um hvaða þörfum ráðningunni er ætlað að sinna. Mikilvægt er að velja aðferðir sem þjóna þörfum allrar einingarinnar til að ná bestu mögulegu ráðningunni. Í einhverjum tilfellum er verið að ráða í stað manneskju sem vann á ákveðinn hátt og náði ákveðnum árangri og þannig hægt að segja að verið sé að leita að afriti af fráfarandi starfsmanni. Slíkar afritsráðningar eru stundum við hæfi en þó má segja að um sé að ræða ákveðna sóun þegar horft er á þær öru breytingar sem eru að verða í ytra umhverfinu og kalla á aðlögun og nýja hugsun. Betri aðferð við stjórnendaráðningar er því að nota þær til að þróa fyrirtækið eða stofnunina í átt að nýju landslagi og breyttum starfsháttum. Til framtíðar ættu stjórnendur að endurskoða ráðningu lykilfólks, ekki síst með aukinn fjölbreytileika og tækifæri til breytinga fyrir augum. Höfundur er ráðningarstjóri og senior ráðgjafi hjá Góðum samskiptum ehf.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun