Áhyggjuefni hversu margir eru í sóttkví Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:37 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan „Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
„Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04