Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2020 17:54 Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates. visir/vilhelm Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira