Lýgin innra með mér Gunnar Dan Wiium skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar