Brasilísk þingkona ákærð fyrir að panta aftöku eiginmanns hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 23:30 Frá brasilíska þinginu. EPA-EFE/Joédson Alves Brasilíska þingkonan Flordelis de Souza hefur verið ákærð af lögregluyfirvöldum í Rio de Janeiro-ríki í Brasilíu fyrir að hafa pantað aftöku á eiginmanni hennar, sem skotinn var til bana á heimili þeirra á síðasta ári. Þingkonan nýtur friðhelgis sem þingmaður, en líklegt er að friðhelgin verði afnumin. Sex barna hennar, auk eins barnabarns, hafa einnig verið ákærð í tengslum við málið. Anderson do Carmo, eiginmaður de Souza, var skotinn til bana í júní á síðasta ári. Samkvæmt frétt Reuters var hann skotinn alls 30 sinnum, en eiginkona hans hélt því fram að do Carmo hefði látist eftir að brotist hafi verið inn á heimili þeirra. Alls eru ellefu ákærðir í tengslum við morðið en lögreglan gaf út níu handtökuskipanir og framkvæmdi fjórtán húsleitir í dag í tengslum við rannsókn málsins. De Souza hefur sem fyrr segir verið ákærð aðild sína að morðinu. Þó hefur engin handtökuskipun verið gefin út þar sem hún nýtur friðhelgis sem þingkona. Lögregla hefur hins vegar sent ákæruna, auk upplýsinga um sönnunargögn í málinu sem benda til sektar hennar, til neðri deildar brasilíska þingsins, sem gæti svipt hana þingmennsku og þar með friðhelgi. Stjórnmálaflokkur hennar hefur þegar gefið út að de Souza verði rekin úr flokknum. Í frétt BBC segir að meðferð do Carmo á fjármunum fjölskyldunnar sé talin líkleg ástæða aftökunnar. Ef marka má frétt BBC virðist fjölskyldan ekki hafa verið sérstaklega samrýnd þar sem BBC hefur eftir saksóknurum að de Souza hafi minnst sex sinnum reynt að eitra fyrir eiginmanni sínum, áður en hún fyrirskipaði börnum sínum að taka hann af lífi. Saksóknarar segja að Flavio dos Santos Rodrigues, sonur de Souza, hafi verið sá sem myrti do Carmo. Í frétt BBC er einnig vísað í brasilíska fjölmiðla sem segja de Souza hafa lýst yfir sakleysi sínu. Brasilía Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Brasilíska þingkonan Flordelis de Souza hefur verið ákærð af lögregluyfirvöldum í Rio de Janeiro-ríki í Brasilíu fyrir að hafa pantað aftöku á eiginmanni hennar, sem skotinn var til bana á heimili þeirra á síðasta ári. Þingkonan nýtur friðhelgis sem þingmaður, en líklegt er að friðhelgin verði afnumin. Sex barna hennar, auk eins barnabarns, hafa einnig verið ákærð í tengslum við málið. Anderson do Carmo, eiginmaður de Souza, var skotinn til bana í júní á síðasta ári. Samkvæmt frétt Reuters var hann skotinn alls 30 sinnum, en eiginkona hans hélt því fram að do Carmo hefði látist eftir að brotist hafi verið inn á heimili þeirra. Alls eru ellefu ákærðir í tengslum við morðið en lögreglan gaf út níu handtökuskipanir og framkvæmdi fjórtán húsleitir í dag í tengslum við rannsókn málsins. De Souza hefur sem fyrr segir verið ákærð aðild sína að morðinu. Þó hefur engin handtökuskipun verið gefin út þar sem hún nýtur friðhelgis sem þingkona. Lögregla hefur hins vegar sent ákæruna, auk upplýsinga um sönnunargögn í málinu sem benda til sektar hennar, til neðri deildar brasilíska þingsins, sem gæti svipt hana þingmennsku og þar með friðhelgi. Stjórnmálaflokkur hennar hefur þegar gefið út að de Souza verði rekin úr flokknum. Í frétt BBC segir að meðferð do Carmo á fjármunum fjölskyldunnar sé talin líkleg ástæða aftökunnar. Ef marka má frétt BBC virðist fjölskyldan ekki hafa verið sérstaklega samrýnd þar sem BBC hefur eftir saksóknurum að de Souza hafi minnst sex sinnum reynt að eitra fyrir eiginmanni sínum, áður en hún fyrirskipaði börnum sínum að taka hann af lífi. Saksóknarar segja að Flavio dos Santos Rodrigues, sonur de Souza, hafi verið sá sem myrti do Carmo. Í frétt BBC er einnig vísað í brasilíska fjölmiðla sem segja de Souza hafa lýst yfir sakleysi sínu.
Brasilía Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“