Framlengja dvöl sína á Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 15:30 Jadon Sancho og Tammy Abraham verða að öllum líkindum í landsliðshópi Southgate sem mætir til Íslands. Robin Jones/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00