Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 14:27 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. Vísir/Vilhelm Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00
Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?