Tókst nokkuð sem engum hefur áður tekist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 14:00 Lewandowski fagnaði vel og innilega er sigurinn var í höfn enda hans fyrsti Meistaradeildartitill. Julian Finney/Getty Image Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni. Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni.
Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira