Ótrúleg saga „Usain Bolt fótboltans“ sem er nú lykilmaður í Evrópumeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Alphonso Davies fagnar sigri í Meistaradeildinni með Joshua Zirkzee sem er nítján ára hollenskur framherji. Getty/Miguel A. Lopes Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn