Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 07:34 Öryggisgæsla hefur veirð mikil við dómshúsið í Christchurch. AP Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42