Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 07:34 Öryggisgæsla hefur veirð mikil við dómshúsið í Christchurch. AP Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42