Hetja Bæjara vinnur titil á níu leikja fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 11:30 Kingsley Coman fagnar sigurmarkinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Sjá meira
Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Sjá meira