Hetja Bæjara vinnur titil á níu leikja fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 11:30 Kingsley Coman fagnar sigurmarkinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira