Katrín Tanja: Ég vil þessa stórkostlegu tilfinningu sem er ekki hægt að falsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á æfingu með þjálfara sínum Ben Bergeron. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira