Katrín Tanja: Ég vil þessa stórkostlegu tilfinningu sem er ekki hægt að falsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á æfingu með þjálfara sínum Ben Bergeron. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT CrossFit Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT
CrossFit Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira