Hefur áhyggjur af einangrun eldri borgara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2020 12:55 Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Eldri borgarar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira