Jack Sherman, gítarleikari Red Hot Chili Peppers, er látinn 64 ára að aldri. Sherman spilaði með sveitinni á fyrstu plötu hennar og spilaði í fyrstu tónleikaferð sveitarinnar í Bandaríkjunum árið 1984. Þá samdi hann fjölda laga fyrir aðra plötu sveitarinnar.
Dánarorsök hans hefur ekki verið gefin út.
An essential, yet forgotten, member of @ChiliPeppers history.
— RHCP Live Archive (@rhcplivearchive) August 22, 2020
Rest in peace, Jack pic.twitter.com/HHZbf0sPbj
Sherman tók við Hillel Slovak, einum stofnenda sveitarinnar, sem gítarleikari í desember árið 1983. Slovak sneri svo aftur til sveitarinnar árið 1985 þegar Sherman yfirgaf hana.
Hann lagði þó sitt fram á nokkrum plötum sveitarinnar, The Abbey Road Ep og Mother‘s Milk, auk þess sem hann starfaði með fleiri heimsþekktum tónlistarmönnum, þar á meðal Bob Dillan og George Clinton.