„Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Anton Ingi Leifsson skrifar 21. ágúst 2020 12:00 Úr leik Celtic og KR fyrr í vikunni. vísir/getty Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. KR-ingar hafa reynt að fá undanþágu vegna ferðar sinnar en í Skotlandi bjuggu þeir í hálfgerði búbblu. Fóru ekkert út af hótelinu nema til þess að æfa og spila leikinn sjálfan. Þeir hafa reynt að fá undanþágu frá sóttkví þess vegna eða að minnsta kosti fengið að fara í svokallaða vinnusóttkví. „Við erum enn bara fastir í okkar sóttkví. Liðið er ekkert farið að æfa eða fengið heimild til þess,“ sagði Páll. Hann segir að liðið sé enn ekki komið í svokallaða vinnusóttkví. „Það þarf að sækja um þetta áður en við höfum verið að kanna hvaða leiðir við getum farið. Við erum búnir að setja okkur í samband við yfirvöld.“ „Eins og staðan er í dag þá byrjum við að æfa á þriðjudag,“ sagði Páll. Leikur KR og Vals sem átti að fara fram um helgina hafði verið frestað til miðvikudagsins. Páll segir að ef KR byrjar að æfa á þriðjudag, fari sá ekki leikur fram á miðvikudag, eins og vonir stóðu til um. „Ekki séns.“ KR fór í skimun við komuna til Íslands aðfaranótt 19. ágúst og þarf að fara í aðra skimun eftir helgi. „Það er möguleiki á að komast í þessa vinnusóttkví eða flýta síðari skimun. Þá gæti liðið byrjað að æfa á sunnudaginn og þá er meiri möguleiki á að spila á miðvikudag,“ sagði Páll. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. KR-ingar hafa reynt að fá undanþágu vegna ferðar sinnar en í Skotlandi bjuggu þeir í hálfgerði búbblu. Fóru ekkert út af hótelinu nema til þess að æfa og spila leikinn sjálfan. Þeir hafa reynt að fá undanþágu frá sóttkví þess vegna eða að minnsta kosti fengið að fara í svokallaða vinnusóttkví. „Við erum enn bara fastir í okkar sóttkví. Liðið er ekkert farið að æfa eða fengið heimild til þess,“ sagði Páll. Hann segir að liðið sé enn ekki komið í svokallaða vinnusóttkví. „Það þarf að sækja um þetta áður en við höfum verið að kanna hvaða leiðir við getum farið. Við erum búnir að setja okkur í samband við yfirvöld.“ „Eins og staðan er í dag þá byrjum við að æfa á þriðjudag,“ sagði Páll. Leikur KR og Vals sem átti að fara fram um helgina hafði verið frestað til miðvikudagsins. Páll segir að ef KR byrjar að æfa á þriðjudag, fari sá ekki leikur fram á miðvikudag, eins og vonir stóðu til um. „Ekki séns.“ KR fór í skimun við komuna til Íslands aðfaranótt 19. ágúst og þarf að fara í aðra skimun eftir helgi. „Það er möguleiki á að komast í þessa vinnusóttkví eða flýta síðari skimun. Þá gæti liðið byrjað að æfa á sunnudaginn og þá er meiri möguleiki á að spila á miðvikudag,“ sagði Páll.
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19