Stöðvum launaþjófnað Drífa Snædal skrifar 21. ágúst 2020 10:00 Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun