Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is.
Jón Axel er á sínu síðasta ári hjá Davidson þar sem hann hefur slegið hvert metið á fætur öðru undanfarin ár í skólanum. Tímabilinu í Atlantic deildinni er lokið en útsláttarkeppnin klárast um helgina.
Grindvíkingurinn segir að það gæti vel komið til greina að spila með uppeldisfélaginu út leiktíðina en þeir gulklæddu eru í 8. sæti Dominos-deildarinnar sem stendur.
Hann spilaði síðast með félaginu tímabilið 2015/2016 en þá skilaði hann rúmum 16 stigum, átta fráköstum og fimm stoðsendingum að meðaltali í leik.
Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn