Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 11:26 Fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár, Eden Alene. Ebu/Ran Yehezkel Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene. Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene.
Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47
Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18