Safna sögum feitra um lífshættulega fordóma Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2020 15:03 Tara Margrét hvetur fólk til að senda inn sínar reynslusögur af heilbrigðiskerfinu. vísir/sigurjón Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna. Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira